Fréttaritari FRAM skellti sér í Egilshöll í kvöld en þar var líf og fjör. Þar voru 3 og 4 flokkur kvenna að æfa á fullu, góð mæting á æfinguna, fullt af glæsilegum stelpum að æfa fótbolta af krafti. Þarna var boðið upp á flottar æfingar við frábærar aðstæður, svona aðstæður þurfum við FRAMarar að eignast í Úlfarsárdal. Þetta er algjörlega framtíðin, að æfa fótbolta við þessar aðstæður yfir veturinn. Þegar stelpurnar okkar voru að klára þá mættu strákarnir okkar í U-17 og auðvitað smellti ég mynd af okkar mönnum um leið og þeir drifu sig á æfingu. FRAMtíðin er björt hjá okkur í FRAM.
ÁFRAM FRAM