fbpx
Ragnheiður  Fylkir vefur

Frábær FRAM sigur á nesinu í dag

Ragnheiður  FylkirMeistaraflokkur kvenna fór í dag út á Seltjarnarnes í leik við Gróttu.  Bæði liðinn voru taplaus fyrir leikinn og því um toppslag í OLÍS deildinni að ræða.
Grótta byrjaði leikinn betur og hafði frumkvæðið fyrstu mínúturnar.  Má eiginlega segja að þær hafi byrjað einum fleiri því Ragnheiður var rekinn út af í fyrstu vörninni.  Fram komst samt fljótlega inní leikinn og náði að jafna og það var lengst af jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik.  Í lok hálfleiksins seig Fram síðan framúr og leiddi 10 – 12 í hálfleik.
Fram byrjaði síðan betur í seinni hálfleik og náði 3 til 4 marka forystu sem hélst lengi vel.  Grótta gafst ekki upp og þegar um 10 mínútur voru eftir hafði Grótta minkað muninn í eitt mark 18 – 19.  Fram áttu síðan betri leik síðustu mínúturnar og sigraði að lokum nokkuð örugglega 23 – 26.
Sóknarleikurinn góður að mörgu leiti. Liðið er samt sem áður að gera of marga tæknifeila í sókn, þ.e. sendingar rata ekki á samherja eða dæmd eru sóknarbrot á liðið.  Slíkir tæknifeilar voru milli 15 og 20 í dag sem er allt of mikið.
Vörnin var góð, sérstaklega seinni part fyrri hálfleiks og seinni hálfleikinn.  Það vantar samt stundum þolinmæði til að standa vörnina þegar sóknir andstæðingsins eru orðnar langar.
Nadia stóði markinu í dag.  Þetta var ekki hennar besti dagur en hún var með 9 skot varin.
Mörk Fram skoruðu:      Ragnheiður 11, Ásta Birna 4, Guðrún Þóra 3, María 3, Steinunn 3, Hekla 1 og Sigurbjörg 1.
Eins og áður sagði frábær sigur í dag á móti mjög sterku liði Gróttu.  Fram því á toppnum í OLÍS – deildinni.

 Meistaraflokkurinn vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu Framara sem lögðu leið sína á leikinn og voru duglegir að hvetja liðið. 

Takk fyrir stuðninginn.

ÁFRAM FRAM

 

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!