Knattspyrnudeild FRAM skrifaði um helgina undir 2. ára samning við Andra Þór Sólbergsson og Arnór Daða Aðalsteinsson. Báðir eru strákarnir fæddur 1997, uppaldir í Fram og léku sitt fyrsta tímabil í sumar með 2. flokki. Bæði Arnór og Andri voru viðloðandi mfl. karla í sumar og fengu þar aðeins nasaþef af því sem koma skal. Þeir félagar hafa verið valdir í úrtakshópa KSÍ á undaförnum árum nú síðast í haust var Arnór valinn í æfingahóp U-19. Fram fagnar því að hafa náð samningum við Andra Þór og Arnór Daða.
Knattspyrnudeild FRAM