Stefán Birgir Jóhannesson og Knattspyrnudeild FRAM skrifuðu í kvöld undir 2 ára samning.
Stefán Birgir er 21 árs fæddur árið 1993 og lék með Njarðvík á síðustu leiktíð. Stefán er öllum hnútum kunnugur hjá FRAM því hann lék með yngriflokkum FRAM frá 2007 til vors 2013 þegar hann gekk til liðs við Leikni úr Breiðholti, þar sem hann lék eina leiktíð.
Stefán Birgir lék stórt hlutverk í yngriflokkum FRAM á sínum tíma ásamt því að leika nokkra leiki með meistaraflokki FRAM í Pepsídeildinn, í Borgunarbikar og á Reykjavíkurmótum. Stefán Birgir hefur nú ákveðið að snúa aftur í sitt gamla félag og við FRAMarar bjóðum Stefán Birgir velkominn heim.
ÁFRAM FRAM