fbpx
Sigur gegn Stjörnunni vefur

Þægilegur FRAM sigur á ÍR í dag

SigurbjörgMeistaraflokkur kvenna tók í dag á móti lið ÍR í OLÍS deildinni.  Fram var fyrir leikinn í fyrsta sæti deildarinnar en ÍR í því síðasta.  Það mátti því búast við sigri Fram í dag.
Fram byrjaði af miklum krafti og skoraði mikið úr hraðaupphlaupum fyrstu mínúturnar og eftir um það bil 10 mínútna leik var staðan orðin 9 – 2.  Eftir það róaðist leikurinn nokkuð en Fram hélt þó áfram að auka forystuna og staðan í hálfleik var orðin 18 – 10.
Í seinni hálfleik skiptust liðin á að skora til að byrja með en Fram hélt þó áfram að auka muninn smátt og smátt.  Lokatölur urðu 34 – 24 öruggur sigur Fram.
Leikurinn í heild þokkalega spilaður en hefði mátt vera aðeins meiri ákveðni í liðinu bæði í vörn og sókn.  Hraðaupphlaupin gengu oft á tíðum ágætlega en menn stundum að flýta sér helst til mikið.
Markvarslan hefur oft verið töluvert betri.  Nadia var með 8 bolta varða á um það bil 45 mínútum og Hafdis Lilja með 1  bolta varin á síðustu 15 mínútunum.
Mörk Fram í dag skoruðu: Sigurbjörg 11, Ragnheiður 7, Ásta Birna 4, Steinunn 3, Guðrún Þóra 2, Elísabet 2, María 2, Hekla 1, Kristín 1 og Hulda 1.

 Meistaflokkurinn þakkar enn og aftur fyrir fína mætingu og stuðning í dag. Minnum á kvennakvöld FRAM laugardaginn 8. nóv.

 Minnum á næsta leik á fimmtudaginn 6. nóvember kl. 18:00 á móti Val á Hlíðarenda

 Áfram FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0