fbpx
Ragnheiður  Fylkir vefur

Öruggur sigur á Hlíðarenda

SigurbjörgVið FRAMarar lékum í kvöld við Val að Hlíðarenda í áttundu umferð Íslandsmótsins. Leikið var óvenju snemma en leikurinn byrjaði kl. 18:00.
Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn vel í kvöld og náðum snemma tökum á leiknum, við komumst í 2-7 fljótlega og staðan í hálfleik var 8-11.  Lengst af var munurinn samt  2-3 mörk.
Seinni hálfleikur var í raun bara spurning um að klára leikinn og halda haus, FRAM liðið var mun betra liðið á vellinum og við náðum mest 6 marka forrustu 14-20.
Lokatölur í dag 18-24.
Flottur sigur og mikilvægur undirbúningur fyrir bikarleikinn í næstu viku sem verður gegn Gróttu á heimavelli. Það verður alvöru leikur. Láttu sjá þig.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!