fbpx
Garðar vefur

Öruggur sigur í Coka Cola bikarnum í dag

Ragnar þórVið FRAMarar lékum í dag í 32 liða úrslitum Coka Cola bikarkeppni HSÍ.  Leikið var í Dalhúsum í Grafarvogi sem er nánast á okkar framtíðar svæði.
Það er ljóst að okkar mönnum leið vel á þessum slóðum því leikurinn í dag varð aldrei leikur.  Við lékum reyndar við lið Fjölnis 2 sem er lið skipað leikmönnum sem eru í íþróttinni sér til ánægju.  Það var því ljóst að þessi leikur yrði okkur ekki nein hindrun og lokatölur í dag 13- 35.
Fátt um þennan leik að segja og leikurinn var eins og létt æfing, hàlfleikstölur 8 – 17. Freýsi setti 9 mörk og Elías lék með og gerði 2 mörk.  Flott að sjá hann á vellinum aftur.
En öruggur sigur og það er fyrir öllu.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email