Handknattleiksdeild FRAM hefur skrifað undir tveggja ára samning við þrjá unga og efnilega leikmenn. Þetta eru þeir Daníel Þór Guðmundsson markvörður fæddur árið 1997, Guðjón Andri Jónsson örvhentur hornamaður fæddur árið 1996 og Lúðvík Arnkelsson miðjumaður fæddur árið 1997. Allir þessir drengir eru uppaldir í FRAM og hafa verið í landsliðshópum Íslands á undanförnum árum. Handknattleiksdeild FRAM bindur miklar vonir við þessa leikmenn og telur að þeir eiga framtíð fyrir sér sem leikmenn mfl. á næstu árum. Við FRAMarar fögnum þessum samningum og þar með stækkar enn sá hópur ungra leikmanna hjá FRAM sem mun gera tilkall til þessa að leika með mfl. á næstu árum. FRAMtíðin er björt hjá FRAM.
Handknattleiksdeild FRAM