Stelpurnar okkar í mfl. kvenna léku í gær í 16 liða úrslitum Coka Cola bikarsins en leikið var í FRAMhús. Það var góð mæting á leikinn og ég held að við förum að gera tilkall í það að getað kallað okkur „bláa herinn“. FRAMarar þið voruð flottir í gær og stuðningur ykkar hjálpaði mikið.
Stelpurnar okkar mættu illa til leiks í gær, voru hreinlega á hælunum og Grótta tók öll völd á vellinum. Við lentum því undir í byrjun og vorum allan hálfleikinn að reynan að vinna þann mun upp, það tókst svo sem að koma okkur inn í leikinn en það kostaði mikla vinnu og krafta. Staðan í hálfleik var 11 – 13.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn af meiri krafti og náðum að komast yfir 14-13 með öguðum sóknarleik og góðri vörn. Það dugði samt ekki, því í stöðunni 14-13 fengum við fimm sóknir til að auka þetta forskot en fórum illa með góð færi sem átti eftir að reynast dýrt. Við fórum svo að flýta okkur í sókninni og þá fengum við á okkur nokkur ódýr mörk. Aftur misstum við Gróttu fram úr okkur. Við áttum svo möguleika á því að jafna leikinn í síðustu sókninni en það tókst ekki og 18-19 tap staðreynd. Það var fúllt að tapa þessum leik en svona er þetta og bikar draumurinn úti hjá stelpunum þetta árið.
Stelpurnar eiga fyrir höndum skemmtilegt verkefni um helgina en þá leika þær tvo leiki við GAS Megas frá Grikklandi í Evrópukeppninni hér heima, á föstudag kl. 17:00 og laugardag kl. 16:00. Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM