fbpx
hoddiogmundur

Tveir FRAMarar í byrjunarliði Íslands í kvöld

hoddiogmundur
Við FRAMarar áttu tvo leikmenn í byrjunarliði Íslands sem lék æfingaleik við Belga í kvöld.  Ögmundur Kristinsson stóð í marki Íslands í fyrri hálfleik og átti mjög góðan leik. Ögmundur varði nokkrum sinnum mjög vel og komst vel frá sínu í leiknum.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í kvöld í sínum fyrsta landsleik og var flottur, greinilegt að drengurinn er að taka stórum framförum á Ítalíu. Spennandi að fylgjast með Herði  í framtíðinn.

Það er töluvert langt síðan við FRAMarar höfum átt tvo leikmenn í byrjunarliði Íslands en báðir þessir leikmenn eru ungir og ég trúi því að þeir eigi eftir að spila fleiri leiki fyrir A lið Íslands á komandi árum.
Vel gert drengir

ÁFRAM ÍSLAND

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!