Við FRAMarar áttu tvo leikmenn í byrjunarliði Íslands sem lék æfingaleik við Belga í kvöld. Ögmundur Kristinsson stóð í marki Íslands í fyrri hálfleik og átti mjög góðan leik. Ögmundur varði nokkrum sinnum mjög vel og komst vel frá sínu í leiknum.
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í kvöld í sínum fyrsta landsleik og var flottur, greinilegt að drengurinn er að taka stórum framförum á Ítalíu. Spennandi að fylgjast með Herði í framtíðinn.
Það er töluvert langt síðan við FRAMarar höfum átt tvo leikmenn í byrjunarliði Íslands en báðir þessir leikmenn eru ungir og ég trúi því að þeir eigi eftir að spila fleiri leiki fyrir A lið Íslands á komandi árum.
Vel gert drengir
ÁFRAM ÍSLAND