fbpx
gisli vefur

Unglingadómaranámskeið í handbolta á mánudag í FRAMhúsi.

 

DómararUnglingaráð Handknattleiksdeildar FRAM stendur fyrir dómaranámskeiði mánudaginn 17.nóv.
kl. 18:00-19:30 í veislusal FRAM Safamýri 26.
Við hvetjum alla foreldrar og iðkendur 15 ára og eldri,  til að koma á frábært námskeið, þar sem er farið yfir allar reglur handboltans ásamt því að veita skemmtilega sýn á íþróttina frá hinum ýmsu sjónarhornum. Sýnd verða brot úr leikjum og hvernig ber að túlka hinar ýmsu reglur sem oft erum óljósar í augum þeirra sem horfa á leiki.
Þeir sem síðan standast prófið, fá skírteini sem gildir á alla handboltaleiki, frítt á alla leiki í handbolta. Viljum fá sem flesta á þetta námskeið sem er bæði áhugavert og skemmtilegt.
Endilega skráið ykkur á handbolti@fram.is

Handbolti er skemmtilegur
Unglingaráð

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!