fbpx
3_flk Bikar Danni vefur

Dramatískur sigur 3.fl. ka í bikarnum

3_flk Bikar Danni

Strákarnir okkar í 3. fl.ka léku í gær í 16 liða úrslitum Coka Cola bikarsins.  Leikið var gegn HK í Digranesi.
Fram leiddi allan fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik. HK strákarnir komu mjög einbeittir úr klefanum eftir hléið, náðu undirtökunum og fóru mest 4 mörk yfir. Á síðustu 10 mínútunum náðu Fram strákarnir vopnum sínum og þegar ca 30 sek voru eftir var jafnt 28-28 og HK að leggja af stað í síðustu sóknina.
Þeir voru hinsvegar einum manni færri svo þjálfarinn tók time out og setti síðan inná leikmann í markmannstreyju. Hvað gat gerst…það voru bara 30 sek eftir, sigur í húfi eða framlenging í versta falli!
En lokaskot HK geigaði og þegar 3 sek voru eftir á klukkunni náði Danni boltanum og sendi hann í háum boga yfir völlinn…og beint í markið sem stóð autt hinum megin. (sjá mynd).
Strákarnir þar með komnir áfram í bikarnum, sigur 28-29. Dramatískarar verður það varla.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0