fbpx
kristófer vefur

Stórt tap að Ásvöllur

Arnar Freyr ArnarssonVið FRAMarar fórum í kvöld að Ásvöllum þar sem við mættum Haukum í fyrsta leik 2 umferðar Olís-deildarinnar.  Það var afspyrnu dauf stemming í Haukahúsinu í kvöld og fólk á stangli um allt hús.
Leikurinn í kvöld byrjaði heldur ekki gæfulega, liðin náðu ekki að skora mark fyrstu 10 mín leiksins, já staðan var 0-0 eftir 10 mín.  Varnarleikur liðann í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar og markvarslan góð en sóknarleikurinn ekki til útflutnings.  Við vorum 4 mörkum undir mestan hluta fyrri hálfleiksins en staðan í hálfleik var 10-7.
Það var algjörlega ljóst eftir þennan fyrri hluta að þessi leikur yrði okkur erfiður.  Guðlaugur þjálfari FRAM var að láta meidda leikmenn leika alltof mikið í hálfleiknum. Ólafur Ægir og Elías  léku báðir í dag, eitthvað sem þeir hefðu ekki átt að gera ?  Auk þess sem þeir leiku einfaldlega alltof mikið. Báðir þessir leikmenn eru bara ekki leikfærir nema kannski í nokkara mín til að hvíla aðra leikmenn.  Það einfaldlega blasti við, það verður að gefa þeim lengri tíma til að jafna sig og ef það þarf að fórna leikjum fyrir það þá verður svo að vera.
Síðari hálfleikur gekk bara bærilega í 15 mín, staðan um miðjan hálfleikinn 15-12 þrátt fyrir að við FRAMarar lékum afleitan sóknarleik. Það má segja að upp úr miðjum hálfleiknum hafi farið að síga verulega á ógæfu hliðina og við misstum tökin á leiknum, ég held að Haukarnir hafi skorað 8 síðustu mörkin í leiknum.  Lokatölur í kvöld 26-13.
Sóknarleikurinn í kvöld var mjög slakur enda við að spila á meiddum mönnum ásamt því að margir leikmenn voru ekki að nýta færin sín.  Vörnin var að mestu góð og Kristófer varði vel í  þessum leiknum.  Hann var okkar lang besti maður.  Við fengum í raun heilmikið að góðum færum í þessum leik en nýtingin var afleit og það geta menn lagað, hver og einn.
Næsti leikur er gegn FH í Krikanum á mánudag og þá verða menn að mæta betur stemmdir og hífa hausinn upp, þetta eru enginn endalok. Við þurfum bara að fá meidda menn tilbaka í rólegheitunum og hinir  sem eru klárir að gefa sig alla í leikinn, meira getum við ekki beðið um eins og er.  En það þarf að gera betur en í kvöld. Upp með hausinn drengir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!