fbpx
Óli fær á nefið vefur

Tap í Kaplakrika 29 -22

Arnar Freyr ArnarssonStrákarnir okkar í mfl.ka. sóttu í kvöld fimleikafélagið heim í Olís-deildinni.  Það var ljóst að þetta yrði erfitt verkefni og Kaplakrikinn oft reynst okkur erfiður á undanförnum árum.
Leikurinn í kvöld byrjaði bara nokkuð vel, jafnt á flestu tölum og staðan e. 10 mín 4 -4.  Síðan sigu fimleikastrákarnir fram úr og staðan e. 20 mín  9-6.  Á 17 mín meiddist Arnar Freyr Arnarsson á hné og var borinn af leikvelli.  Þessi meiðsla saga okkar ætlar ekki að taka enda.  Vonandi eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsl hjá drengnum. Þessi meiðsl Arnar slógu okkur aðeins út af laginu og varnarleikurinn ekki að virka sem skildi.  Staðan í hálfleik 15 -9. Að fá á sig 15 mörk í fyrri hálfleik er einfaldlega of mikið.
Það var því á brattan að sækja í síðari hálfleik og leikurinn spilaðist ekki okkur í hag, fimleikastrákarnir voru hreinlega betri á öllum sviðum og staðan eftir 40 mín 19-12.   Það var því fljótlega ljóst að við myndum ekki ná að vinna þennan leik.  Við virtumst samt hressast aðeins eftir leikhlé  sem tekið var á 45 mín og staðan eftir 50 mín var 22 -16.  Við náðum mest að minnka muninn í 5 mörk en þá misstum við hausinn aftur og gerðum okkur seka um ótrúleg misstök.  Lokatölur í kvöld 29-22.
Við verðum að læra af þessum leikjum sem við erum að spila þessa daganna, við verðum hreinlega að vanda okkur meira.  Leikmannahópurinn er þunnur en þá verða aðrir að stíga aðeins upp og leggja meira af mörkum. Ef sagt þetta áður og verð að endurtaka það núna.
Drengir það er stutt á milli leikja núna og þá þurfa menn að standa saman, rífa upp andann og mæta ferskir á næstu æfingu og undirbúa sig vel fyrir næsta leik, líkamlega og ekki síður andlega.  Upp með hausinn, það er allt hægt í handbolta. Ég hef fulla trú á ykkur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!