fbpx
8

Fjör í fótbolta hjá FRAM

IMG_2069 IMG_2072 IMG_2091 IMG_2082 IMG_2094 IMG_2096 IMG_2100 IMG_2103 IMG_2097 IMG_2099 IMG_2108Fréttaritari FRAM rölti aðeins um FRAMhúsið og FRAMvelli í gær.  Þar var auðvitað líf og fjör eins og alla daga hjá okkur í FRAM.   Það sem er nýjast núna hjá okkur er að FRAM bíður öllum iðkendum í fótbolta  3. fl. og eldri upp á styrktarþjálfun tvisvar í viku.  Við höfum ráðið öflugan styrktarþjálfara til að sinna þessu starfi, þar er höfuð áherslan á að þjálfa upp grunnstyrk hjá iðkendum. Mikið er unnið með miðsvæði líkamans ásamt því að kenna fyrirbyggjandi æfingar sem vonandi skilar okkur líkamlega sterkari einstklingum og kemur ef til vill í veg fyrir óþarfa meiðsl.  Flott framtak hjá félaginu að bjóða upp á svona þjálfun sem er iðkendum að kostnarlausu.  Þegar ég kom við voru drengirnir í 3. fl.ka. á æfingu og mér sýndist þeir vera að taka vel á. Flottir strákar sem við eigum þarna.
Síðan lá leið mín út á gervigrasvöll FRAM í Safamýri þar sem  5. fl.ka. og mfl.ka deildu völlum.  Gríðarlegur fjöldi var á æfingu 5. fl.ka  og það þarf ekki að koma neinum á óvart að mfl.ka. er líka vel mannaður þrátt fyrir að einhverji minni spámenn hafi kosið að róa á önnur mið.  Það voru 22 leikmenn á æfingunni og ég gat ekki séð betur en allir tækju vel á því undir styrkri stjórn Kristins Rúnars og bara létt yfri mannskapnum.
Síðan lá leið mín yfir í íþróttahús Álftamýrarskóla en þar voru fótboltamenn framtíðarinnar að æfa sig af kappi.  Þvílíkir snillingar sem þar voru saman komnir. Gleðin alls ráðandi og enginn að velta fyrir sér félagsskiptum þetta árið. Svo settust drengirnir niður og teygðu vel með þjálfaranum eftir góða æfingu.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!