fbpx
Guðrún Þóra Fylkir vefur

FRAM vann öruggan sigur á FH á heimavelli í kvöld

maríaFyrri leikur „Tvíleiksins“ í FRAMhúsi í kvöld var leikur okkar stúlkna gegn FH.  Það var bara bærilega mætt en svona frekar dauf stemming, svolítið í samræmi við leikinn.
Stelpurnar byrjuðu þokkalega í kvöld náðu 4-1 forrustu en þá slokknaði á okkur um tíma og fimleikastelpurnar náðu að jafna leikinn 4-4.  Þessar fyrstu fimmtán mínútur fara nú ekki í sögubækurnar fyrir gæði svo mikið er víst.  En við tókum okkur taki og náðum að spila þokkalega það sem eftir lifði af hálfleiknum og staðan í hálfleik var 12-8.  Spilarmennska okkar í hálfleiknum undir getu og mér heyrðist þjálfarinn ekki vera sérlega kátur með frammistöðuna.
Síðari hálfleikur var ekki góður en við höfðum algjör tök á þessum leik, vörnin var að mestu góð  og því var leikurinn aldrei í hættu við náðum mest 8 marka forrustu að mig minnir og svo fengu allir leikmenn FRAM að spila sem er alltaf gott.  Leikmenn þurfa allir að fá að spila, fá mínútur í alvöru leikjum. Lokatölur í kvöld öruggur sigur 21 – 15.
Mörkin dreifðust ágætlega  Guðrún Þóra, Lísa og María settu 4 mörk, Ásta og Sigurbjörg voru með 3, Steinunn 2 og Elva 1 mark.
Næsti leikur er svo á sunnudag kl. 14:30 gegn Fylki í FRAMhúsi.  Þá þurfa stelpurnar að mæta betur stemmdar en í kvöld. Sjáumst þá !

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!