fbpx
Sigurbjörg gegn Stjörnunni vefur

Öruggur FRAM sigur í síðasta leik ársins

martaStelpurnar okkar í mfl. kvenna tóku á móti Fylki úr Árbænum í dag.   Leikurinn var á dálítið sérstökum tíma kl. 14:30 á sunnudegi  og var bara vel mætt þrátt fyrir þessa tímasetningu sem var meðal annars vegna mótahalds  í FRAMhúsi.
Stelpurnar mættu algjörlega klárar í þennan leik, þær tóku völdin frá fyrstu mínútu leiksins, allar aðgerðir gerðar af krafti og Fylkisstúlkur sáu hvað eftir annað undir  iljarnar á okkur þegar við stungum þær af í hraðaupphlaupum og öðrum sóknar aðgerðum.  Vörnin var að vinna vel saman og ef hægt er að setja út á eitthvað,  þá fannst mér Nadía eiga að verja fleiri bolta í fyrri hálfleik.  Ekki það að hún varði oft ljómandi vel, mér fannst hún eiga að lesa leikinn betur og taka fleiri bolta þegar leikmenn áttu ekki marga möguleika.  En staðan í hálfleik var 18 -9 og liðið á blússandi siglingu.
Útlitið var því gott fyrir síðari hálfleik, stelpurnar nýttu leikhléið vel og komu áfram sprækar til síðari hálfleiks. Þeir litu í raun aldrei tilbaka í þessum leiki og Fylkistúlkur sáu aldrei til sólar.  Við héldum algerlega okkar leikplani spilum góða vörn og fengum auðveld mörk úr hröðum upphlaupum ásamt því að spila hraðan og skemmtilegan leik í dag.  Lokatölur 29-20 öruggur FRAM sigur.  Sigurbjörg setti 7 mörk og Marta var ösku fljót eftir að hafa fengið frí í síðasta leik setti 6 mörk.  Annars dreifðust mörkin töluvert Í dag.
Vel gert stelpur og nú er bara að nýta fríð vel því næsti leikur í Olís-deild kvenna er 10. janúar 2015.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!