Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem fara til Ítalíu og mæta Ítölum í forkeppni fyrir HM. Liðið heldur af stað mánudaginn 24. nóvember til Kaupmannahafnar og æfir þar og gistir í eina nótt og heldur síðan til Ítalíu á þriðjudaginn. Liðið mun mæta Ítölum í Chieti fimmtudaginn 27. nóvember kl 16.30.
Við FRAMarar eigum tvo leikmenn í hópnum að þessu sinni en það eru þær:
Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram
Steinunn Björndóttir Fram
Glæsilegar stelpur sem við eigum, Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM