Strákarnir okkar léku í kvöld frestaðan leik sem átti að leika fyrr í mánuðinum en við FRAMarar komust ekki vegna ófærðar í hafinu á milli lands og eyja. Ekki leit það betur út í gær og því var tekinn sú rándýra ákvörðum að taka flug til eyja í dag og strákarnir mættu því hressir til leiks í dag.
Fyrri hálfleikur fór rólega afstað og liðin skiptust á að skora en við heldur betri og voru yfir eftir 14 mín 3-5. Þá tóku andstæðingarnir leikhlé og snéru leiknum sér í hag, við fórum illa með nokkur góð færi og við misstum eyjamenn aðeins fram úr okkur. Staðan í hálfleik 12 -10. Kristófer var okkar besti maður í hálfleiknum með um 40 % markvörslu og Þröstur var að setja góð mörk.
Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega hjá okkar mönnum og við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn staðan eftir 40 mín 15-15. Við vorum samt alltaf að elta, virtumst ekki ætla að ná því að komast yfir og taka frumkvæðið í leiknum. Leikurinn þróaðist áfram með þessum hætti, ÍBV alltaf á undan að skora en við náðum að fylgja þeim eins og skugginn, staðan eftir 50 mín 21-20. Þá náður eyjamenn að skora 3 mörk á móti einu og þá hélt ég að leikurinn myndi tapast. En við vorum ekki tilbúnir að gefast upp og gerðum harða hríða að eyjamönnum og náðum að jafna í 25-25 eftir 57 mín leik. Ólafur Jóhann kom okkur svo loks yfir í leiknum 59 mín 25-26 og við héldum svo leikinn út. Frábær sigur í eyjum staðreynd. Þvílíkur endasprettur hjá okkar mönnum, þetta er það sé við höfum verið að bíða eftir.
Þröstur setti 6 mörk í leiknum og það munar um minna að fá mörk frá honum, Garðar og Sigurður með 4, Ólafur, Kristinn og Stefán með 3 mörk, Ólafur Ægir með 2 og Freysi setti 1 kvikindi. Markverðir okkar vörðu samtals 16 bolta sem er bara gott. Tvö mikilvæg stig í húsi, hrikalega vel gert drengir.
Næsti leikur er á fimmtudag í Mosfellsbænum, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email