fbpx
Garðar vefur

Mikilvægur sigur FRAM í eyjum í kvöld

ÞrosturStrákarnir okkar léku í kvöld frestaðan leik sem átti að leika fyrr í mánuðinum en við FRAMarar komust ekki vegna ófærðar í hafinu á milli lands og eyja.  Ekki leit það betur út í gær og því var tekinn sú rándýra ákvörðum að taka flug til eyja í dag og strákarnir mættu því hressir til leiks í dag.
Fyrri hálfleikur fór rólega afstað og liðin skiptust á að skora en við heldur betri og voru yfir eftir 14 mín 3-5.  Þá tóku andstæðingarnir leikhlé og snéru leiknum sér í hag,  við fórum illa með nokkur góð færi og við misstum eyjamenn aðeins fram úr okkur.  Staðan í hálfleik 12 -10.  Kristófer var okkar besti maður í hálfleiknum með um 40 % markvörslu og Þröstur var að setja góð mörk.
Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega hjá okkar mönnum og við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn staðan eftir 40 mín 15-15.  Við vorum samt alltaf að elta,  virtumst ekki ætla að ná því að komast yfir og taka frumkvæðið í leiknum.  Leikurinn þróaðist áfram með þessum hætti,  ÍBV alltaf á undan að skora en við náðum að fylgja þeim eins og skugginn, staðan eftir 50 mín  21-20.   Þá náður eyjamenn að skora 3 mörk á móti einu og þá hélt ég að leikurinn myndi  tapast.  En við vorum ekki tilbúnir að gefast upp og gerðum harða hríða að eyjamönnum og  náðum að jafna í 25-25 eftir 57 mín leik.  Ólafur Jóhann kom okkur svo loks yfir í leiknum 59 mín 25-26 og við héldum svo leikinn út. Frábær sigur í eyjum staðreynd.  Þvílíkur endasprettur hjá okkar mönnum, þetta er það sé við höfum verið að bíða eftir.
Þröstur setti 6 mörk í leiknum og það munar um minna að fá mörk frá honum, Garðar og Sigurður með 4, Ólafur, Kristinn og Stefán með 3 mörk, Ólafur Ægir með 2 og Freysi setti 1 kvikindi.  Markverðir okkar vörðu samtals 16 bolta sem er bara gott.   Tvö mikilvæg stig í húsi, hrikalega vel gert drengir.
Næsti leikur er á fimmtudag í Mosfellsbænum, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!