fbpx
Stelpurnar í FRAM vefur

FRAM leikur við ZRK Naisa frá Serbíu í 16 liða úrslitum

Mfl.kv. 2014-2015
Í dag var dregið í Evrópukeppni kvenna, Áskorendabikar Evrópu 16 liða úrslit.  Við FRAMarar lentum þar gegn ZRK Naisa Nis frá Serbíu.   Það er því ljóst að fyrir liggur langt ferðalag til Nis í Serbíu nema að um annað semjist.   Fyrri leikurinn á að fara fram í Serbíu og sá síðari viku seinna hér í Safamýrinni.  Eins og er vitum við ekkert um þetta ágæta lið ZRK Naisa en liðið komst eins og við auðveldlega í gegnum 32 liða úrslitin.  Það er því ljóst að þetta verður spennandi verkefni sem við fáum í febrúar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0