Vinningstillaga nýrrar hverfismiðstöðvar í Úlfarsárdal var kynnt í gær. Þar verður m.a. framtíðaraðstaða knattspyrnufélagsins Fram, skóli, sundlaug og bókasafn.
Við FRAMarar eru auðvitað ánægðir með að þessum áfanga er lokið þ.e að það sé kominn niðurstaða í þá samkeppni sem fór afstað og hefur tekið drjúgan tíma að klára. Vinningstillagan lítur vel út en núna tekur við mikil vinna í yfirferð og skoðun á því hvað þessi tillaga þýðir fyrir FRAM.
Það eru því vonandi spennandi tímar framundan hjá FRAM og förum að sjá uppbyggingu hefjast á þessu framtíðar svæði FRAM í Úlfarsárdal.
Hér eru linkar inn á fréttir sem komu frá Reykjavíkurborg í gær.
http://reykjavik.is/frettir/nattura-og-byggd-tengd-ljodraenan-hatt#.VHUMpzFnioE.facebook
ÁFRAM FRAM