fbpx
Stefán Baldvin FH vefur

Frábær FRAM sigur á Aftureldingu í kvöld

KristóferStrákarnir okkar í handboltanum léku í kvöld við Aftureldingu í Olís-deild karla.  Leikið var að varmá og ekkert sérlega vel mætt á leikinn af heimamönnum sem er gott fyrir okkur.  Góður stuðningur á heimavelli er alltaf gulls í gildi það þekkjum við úr Safamýrinni.
Leikurinn í kvöld byrjaði heldur rólega og ljóst að okkar menn ætluðu ekki að keyra neitt upp hraðann. Liðin skiptust á að skora þó skorið væri ekki mikið, staðan eftir 10 mín  4-3.  Þessi þróun hélt svo áfram næstu mínútur við spiluðum vörnina vel og vorum skynsamir í okkar sóknaraðgerðum. Staðan eftir 20 mín 7-7 og leikurinn í góðu jafnvægi.  Það varð ekki mikil breyting á okkar leik það sem eftir lifði hálfleiksins, liðin skiptust á að skora en við náðum samt að komast yfir 9-10 en misstum þá tvo menn af velli en gerðum vel í þeirri stöðu og náðum að halda ró okkar.  Hefður átt að gera betur undir lokin en þá áttum við möguleika á því að komast tvo mörk yfir en það tókst ekki og staðan í hálfleik 11-11.Ágætur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum, vorum að spila skynsamlega í sókn, fundum Garðar á línunni og góð mörk frá  Sigurðu utan af velli.  Vörnin bara góð og Kristófer að standa vaktina vel.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ekki vel  nýttum færin illa og eitthvað smá óðgot á okkar mönnum.  Vont að fara illa með góð færi í svona leik, staðan eftir 40 mín 15-15. Vörnin að standa sig vel en við hefðum átt að gera betur á þessum kafla. Við héldum svo áfram að fara illa að ráði okkar, vörnin var að mestu góð en töpuðum of mögrum boltum og vorum að gera of mikið að misstökum. Staðan eftir 50 mín 21-20. Það var bölvað að nýta þessar 20 mín ekki betur.  Þegar  sjö mín. voru eftir af leiknum var Gulla þjálfarar nóg boðið og tók leikhlé.  Held að hann hafi viljað róa leikmenn og fá meiri einbeitingu í okkar leik.  Þetta virtist hafa góð áhrif og við gengum að lagið og náðum tveggja marka forskoti 22-24 þegar 5 mín voru til leiksloka.  Við náðum svo að halda þessu forskoti til loka með frábærri markvörslu og varnarleik.  Lokatölur í kvöld 25 -27.  Þvílíkur leikur hjá drengjunum í kvöld, þeir fá stórt hrós við vinnusemi, baráttu og vilja.  Vörnin var á stórum köflum góð, markvarslan mjög góð og sóknarleikurinn alveg ásættanlegur.  Liðið var allt að leggja sitt af mörkum í dag, 8 leikmenn skoruðu og frábær sigur á erfiðum útivelli staðreynd.
Næsti leikur er á heimavelli  okkar í Safamýrinni á fimmtudag gegn HK.  Þá þurfum við á öllum að halda.  Ekki missa að þeim leik, Sjáumst.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!