fbpx
Undirskrift

Maggi Lú í Fram

goðMagnús Már Lúðvíksson sem leikið hefur með Val undanfarin ár skrifaði nú í morgun undir tveggja ára samning við Fram. Ásamt því að spila með Fram verður hann aðstoðarþjálfari liðsins. Magnús eða Maggi Lú eins og hann er gjarnan kallaður er 33 ára og hokinn af reynslu. Hann á að baki rúmlega 150 leiki í efstu deild, 50 leiki í 1. deild og 27 bikarleiki. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 2011. Magnús Már er auk þess afar fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum. Hann spilaði alla leiki Vals í deild og bikar árin 2013 og 2014 og þótti einn besti maður liðsins. Fram býður Magga Lú velkominn til félagsins og væntir mikils af samstarfinu.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!