fbpx
Stefán Baldvin FH vefur

Dýrmætur sigur á HK í kvöld

Garðar á línunni FHÞað var fámennt í FRAMhúsi í kvöld og stemminginn eftir því.  Leikurinn var því í samræmi við fjölda áhorfenda ekki mikið fyrir augað og í raun ekki góður handboltaleikur.  En hvað um það, leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur FRAMarar og þá þurfa leikmenn að síga upp og gera allt sem þeir geta til að ná stigum.
Strákarnir okkar mættu vel stemmdir í leikinn í kvöld, það var ákafi í okkar mönnum sem veit á gott.  Við börðumst um alla bolta og það skilaði mörkum strax í fyrri hálfleiknum sem var annars frekar slakur af okkar hálfu. Vörnin var ekki nógu góð og við voru í raun pínu heppnir að vera yfir á hálfleik. Það var barátta okkar sem skildi liðin af í hálfleik. Annars spilaðist fyrri hálfleikur þannig að við vorum með undirtökin allan hálfleikinn og voru yfir 2-3 mörk, hleyptum þeir oft inn í leikinn en náðum að vera yfir í hálfleik 13-11.  Svo var hlutur dómara leiksins í fyrri hálfleik hreinlega einstakur og ég man hreinlega ekki eftir jafn illa dæmdum 30 mín í langan tíma. Enda gleymdist bara að ræða leikinn í hálfleik svo mikið var áhorfendum niðri fyrir yfir þeirra frammistöðu. Ég hugsa að þeir hafi náð því að dæma oftar vitlaust en rétt á þessum 30 mín.  Það bara gengur ekki í efstu deild.
Síðari hálfleikur byrjaði svo bara ágætlega og við náðum mest 4 marka forrustu en HK náði að jafna 16-16 en þá settum við 4 mörk í röð, 20-16.  Í framhaldinu náðum við 6 marka forrustu en þá var eins og við ætluðum að fara að tala það rólega sem er vísir á vandræði. HK náði að minnka muninn í 3 mörk og við í tómum vandræðum en þá tók  þjálfari HK leikhlé og gaf okkur leikinn í framhaldinu.  Hann ákvað að taka 2 úr umferð en það hefði hann ekki átt að gera, Stefán Baldvin hreinlega lék sér að leikmönnum HK og við komnir í 6 mörk áður en þeir náðu að snúa sér við. Við lönduðum því mikilvægum og  góðum sigri í kvöld, lokatölur  27-21.
Eins og komið hefur fram var leikurinn ekki góðu en í svona leik skipta stigin meiru en gæðin. Kristófer var góður eins og venjulega, vörnin ekki nógu góð og sóknarleikur okkar var ekki góður en skilaði samt 27 mörkum.
Næsti leikur okkar er bikarleikur við FH í FRAMhúsi á fimmtudag kl. 19:30, þá verðum við á fá fullt hús og mikinn stuðning ykkar ágætu FRAMarar.
Sjáumst í Bláu á fimmtudag !
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!