fbpx
Fram 6 ungir leikmenn

Sex ungir leikmenn skrifa undir við Fram

Sex ungir leikmenn á aldrinum, 17- 19 ára, skrifuðu um helgina undir tveggjar ára samning hver við knattspyrnudeild Fram. Þetta eru þeir Birgir Theódór Ásmundsson,  Friðrik Frank Wathne, Alex Freyr Elísson, Halldór J.S. Þórðarson, Baldvin Freyr Ásmundsson og Örvar Þór Sveinsson. Strákarnir koma allir úr yngra flokka starfi Fram en þeir léku allir með 2. flokki á síðasta tímabili þegar liðið varð bæði Reykjarvíkurmeistari og tryggði sér sæti í A-deild 2. flokks. Fyrr í haust gerði Fram samninga við þá Andra Þór Sólbergsson og Arnór Daða Aðalsteinsson sem báðir eru 17 ára en þeir eru einnig uppaldir hjá félaginu. Knattspyrnufélagið Fram fagnar því að hafa náð samningum við alla þessa efnilegu drengi og hlakkar til samstarfsins á næstu árum. Við sama tilefni skrifaði Aðalsteinn Aðalsteinsson undir samning sem yfirþjálfari yngri flokka Fram ásamt því að vera í þjálfarateymi 2. flokks og meistaraflokks Fram.

Fram 6 ungir leikmenn II

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Frá vinstri Birgir Theódór Ásmundsson,  Friðrik Frank Wathne, Alex Freyr Elísson, Halldór J.S. Þórðarson, Baldvin Freyr Ásmundsson, Örvar Þór Sveinsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson.

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!