fbpx
Kristinn B vefur

Bikar draumurinn úti

Garðar á línunni FHÞað var mikilvægur leikur sem við FRAMarar lékum í FRAMhúsi í kvöld þegar við tókum á móti FH í 16 liða úrslitum Coka Cola bikarsins.  Það var ekki nógu vel mætt á leikinn en þeir sem mættu stóðu sig ljómandi vel og studdu drengina okkar eins og þeir mögulega gátu. Vel gert FRAMarar.
Leikurinn þróaðist þannig að það var jafnt á öllum tölum fyrstu 18 mín leiksins, fimleikastrákarnir oftast fyrri til að skora en staðan eftir 18 mín 9-9.  Varnarleikur okkar var ekki að gera sig á þessum kafla og við töpuðu oft mjög illa maður gegn manni.  Það sem eftir lifði hálfleiksins fór sóknarleikur okkar að ganga illa, við tókum margar rangar ákvarðanir ásamt því að gera full mikið af tækni mistökum.  Staðan í hálfleik var 12-14. Ekki góður hálfleikur en við samt inni í leiknum.
Síðari hálfleikur byrjaði þokkalega og við náðum að vinna okkur aðeins inn í leikinn, staðan eftir 45 mín 20-21.   Eftir það misstum við tökin á leiknum, fórum að gera urmul af misstökum, nýttum ekki góð færi, töpuðum boltanum og náðum ekki tökum á varnarleiknum, hann small ekki í kvöld.
Það má segja að við höfum kastað þessu svolítið frá okkur, ferlegt að ná ekki að sýna betri leik í kvöld.
Lokatölur 24-28.
Varnarleikurinn var ekki góður þó við næðum smá köflum, sóknarleikurinn var ágætur fyrstu 20 mín en eftir það gerðum við mikið af misstökum sem reyndust dýr á endanum.  Markverðir okkar þeir Valtýr og Kristófer voru ágætir en það þurfa allir að sýna betri leik ef við ætlum að vinna svona leiki.
Þar með er bikarþátttöku okkar lokið þetta árið og ekkert annað að gera en fara að  sér að næsta leik sem er á erfiðum útilvelli gegn Akureyri á laugardag kl. 15:00.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!