Markvörðurinn Sigmar Ingi Sigurðsson skrifaði í morgun undir tveggja ára samning við Fram.
Sigmar Ingi, sem er 31 árs, kemur til Safamýrarliðsins frá Haukum þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Sigmar Ingi er uppalinn í Breiðablik en hann spilaði 21 leik með Breiðablik í úrvalsdeild og bikarkeppni á árunum 2009-2012 en á þeim tíma varð Kópavogsliðið bæði Íslands- og bikarmeistari.
Fram bíður Sigmar Inga velkomin til félagsins.