fbpx
Kristinn B vefur

Tap á Akureyri í slökum leik

eliasVið FRAMarar áttum erfiðan leik fyrir höndum í dag þegar við mættum Akureyri í 15 umferð Íslandsmótsins.  Það er ljóst að þegar þarf að keyra norður við erfiðar aðstæður, leggja afstað norður kl. 07:00 þá eru menn ekki að hugsa um leikmenn félagsins. Það er morgun ljóst að leikmenn sem mæta til leiks kl. 15:00 eftir að hafa setið í bíl frá kl. 07:00 eru ekki í topp standi til að leika handknattleik á fullu í 60 mín og það leik sem skiptir miklu mál.  En þetta gerir Akureyri svo sem í hverri viku svo við getum ekki vælt mikið.
Leikurinn í dag var þokkalegur til að byrja með,  liðin að berjast um alla bolta og það munaði aldrei miklu á liðunum.   Staðan eftir 15 mín var 8-7 og þegar 25 mín voru búnar var staðan 12-10, við vel inni í leiknum og allir að reyna sitt besta.  Staðan í hálfleik var svo 13-12 en það ver ekki hægt að segja að hálfleikurinn hafi verið vel leikinn.  Við að gera ótal mörg mistök og alls ekki að nýta vel þau tækifæri sem liðið var þó að fá  í hálfleiknum.  Við vorum samt vel inni í leiknum og því þurftum við bara að laga það sem var ekki í lagi í fyrri hálfleik og þá voru okkur allir vegir færir.
Það var því miður ekki raunin í seinni hálfleik og varla hægt að skrifa neitt um þann hálfleik án þess að hrauna yfir okkar menn.  Við mættum algjörlega hauslausir til leiks og það er vísir á vandræði. Við vorum hreinlega teknir í kennslustund, handbolti 101, við sáum aldrei til sólar eftir dapra byrjun svo mikið er víst.  Kannski var það þreyta eða hverju sem um er að kenna þá þurfa okkar menn að gera betur en þeir gerðu í dag.  Staðan eftir 45 mín var 23 – 16 og við hreinlega ekki með. Við náðum svo að halda haus en ekkert meira en það, loka tölur á Akureyri í dag 31-24 í hund lélegum leik. Við vorum ekki að spila vel í dag og áttum ekkert skilið út úr leiknum, svo mikið er víst.  En mér finnst við verða að skoða hvort þessi ferðamáti er í lagi.   Ekki svo að skilja að það afsaki frammistöðu liðsins í dag, það er eitthvað sem leikmenn þurfa að skoða vel á leiðinni heim í nótt og fyrir leikinn í fimmtudag.  Þar þurfa allir að taka sig taki og leggja allt í næsta leik, sem verður upp á “líf” og „dauða“. Þá verður ekkert ferðalag og ekkert sem hægt verður að afsaka sig með.
Strákar nú þurfum við allir að sýna okkar besta á fimmtudag kl. 19:30.
Sjáumst feskir og FRAMarar þið verðið að mæta í bláu og ekki bara það, þið verðið að láta heyra í ykkur.
Sjáumst á fimmtudag í FRAMhúsi.

ÁFRAM FRAM

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!