Það var gríðarlega mikilvægur leikur sem við FRAMarar lékum í kvöld á okkar heimavelli í Safamýrinni. Þá voru mættir í SafaMÝRINA drengirnir úr Garðabænum, flottir strákar sem hafa verið að leika vel að undanförnu. Leikurinn var sannkallaður 4 stiga leikur, bæði liðin með 10 stig og það vill enginn fara í jólafrí með tap á bakinu. Við FRAMarar mættum vel á leikinn og stuðningur ykkar í kvöld var ómetanlegur, þið eigið stóran þátt í þessum sigri, þið eruð búnir að vera flottir í vetur og fáið stórt knús frá mér allavega.
Leikurinn var samt ekkert sérstaklega góður, ég átti svo sem ekki von á því að þessi leikur myndi vinnast á fegurð, svo mikilvægur var hann. Við byrjuðum vel, mér fannst eins og við værum vel stemmdir fyrir leiknum, það var ákveðinn léttleiki yfir okkur í byrjun. Það átti því miður eftir að breytast og við hreinlega misstum öll tök á leiknum. Staðan eftir 15 mín var 6-7 en þá fórum við að gera tóma vitleysu, bæði í vörn og sókn. Við hreinlega vissum ekki hvort við vorum að koma eða fara í svona 10 mín og staðan eftir 22 mín 6-11. Vörnin var afleit og sóknarleikurinn vondur. En það sem þetta lið okkar hefur er þessi óendanlega trú og barátta. Við náðum góðum kafla í lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 11-13. Gríðarlega mikilvægt að ná góðum kafla fyrir hálfleik og við inni í leiknum þegar gengið var til búningsklefa.
Við mættum aftur vel stemmdir til leiks, náðum mjög fljótlega tökum á leiknum með þessari baráttu sem einkennir þetta lið, staðan eftir 40 mín var 16-16, mér fannst eins og við ætluðum að vinna þennan leik. Við með yfirhöndina næstu 10 mín en náðum samt ekki að slíta þá frá okkur, hefðum átt að gera betur og nýta færin okkar. Staðan eftir 50 mín 21-20. Þá tók við kafli þar sem leikurinn gat farið á báða vegu við hins vegar með yfirhöndina. Við náðum ekki að nýta sóknir okkar nógu vel en vörnin var að standa mun betur auk þess sem við höfðum Kristófer í markinu, gaurinn heldur betur reynst okkur vel í vetur. Kristófer gerði gæfumuninn í kvöld svo einfallt er það.
Lokakaflinn var svo dramtískur, Sigurður Þorsteinsson flaug eins og engill frá miðlínu og setti síðasta markið í leiknum, drengurinn lék meiddur allan leikinn en sýndi að sitt rétta andlit í lokinn og gaf okkur „jólagjöfina“ í ár. Niðurstaðan í kvöld frábær sigur FRAM 25-24.
Það má segja að drengirnir hafi gefið okkur sem mættum á leikinn og landsmönnum öllum frábæra jólagjöf, svona pakka sem má opna strax. Ég fór alla vega kátur heim og hugsaði eins og í laginu „nú mega jólin koma fyrir mér“.
Strákar þið eigið skilið klapp á bakið fyrir frammistöðuna í kvöld og í raun veturinn. Þið hafið lagt ykkur alla fram við erfiðar aðstæður, margir dottið í meiðsl, þjálfararnir hafa þurft að breyta liðinu endalaust, þið allir búnir að vinna vel. Allir sem hafa komið að þessu liði í vetur, þið fáið hrós frá mér fyrir ykkar framlag.
Nú er bara að nýta fríð vel, allir að hvíla sig vel og taka vel á því í janúar, fá liðið allt saman þegar við mætum aftur til leiks. Næsti leikur er að mig minnir 5. feb.
Við FRAMarar ætlum svo að mæta í Strandgötuna 27. des. þá mæta stelpurnar okkar ÍBV í deildarbikarnum, hafið það sem best um jólin.
ÁFRAM FRAMarar Gleðileg Jól.
Munið flugeldasölu FRAM þar styrkið þið handboltann í FRAM