Sigurður Þráinn Geirsson, sem er 19 ára miðjumaður, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram.
Sigurður Þráinn var fyrirliði 2. flokks Fram á síðasta keppnistímabili þegar liðið varð Reykjarvíkurmeistari og vann sér sæti í A-deild 2. flokks. Á lokahófi í haust var hann svo valinn besti leikmaður flokksins. Sigurður Þráinn er uppalinn í Fram utan hvað hann lék með tveimur liðum á Spáni á yngri árum þegar hann var búsettur þar í landi. Knattspyrnudeild Fram fagnar samningnum við Sigurð Þráinn enda klárlega einn af framtíðarmönnum félagsins.