fbpx
Ásta gegn Fylki vefur

Öruggur 6 marka sigur á ÍBV í deildarbikarnum í dag

Meistaraflokkur kvenna lék í dag við ÍBV í undanúrslitum í Flugfélags Íslands bikarnum /deildarbikarnum.  Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í  Hafnarfirði.
Leikurinn var jafn fram eftir öllum fyrri hálfleik. Eftir um það bil 20 mínútur var staðan 10 – 10.  Síðustu mínúturnar náði Fram nokkrum hraðaupphlaupum og í kjölfarið smá forskoti og var staðan 19 – 15 í hálfleik.
Þetta forskot náði ÍBV aldrei að vinna upp í seinni hálfleik og landaði Fram nokkuð þægilegum sigri að lokum 34 – 28.
Flottur leikur á köflum og sóknarleikurinn gekk oft vel upp. Vörnin hefði hins vegar mátt vera betri á köflum.

Nadia var í markinu allan tímann og stóð sig vel og varði alls 16 skot.
Allir 12 útileikmenn Fram skoruðu í leiknum og skiptist markaskorun þannig:  Ásta Birna 6, Hulda 6, Elísabet 5, Hekla 4, Ragnheiður 3, Steinunn 3, Guðrún Þóra 2, Marthe 1, Sigurbjörg 1, María 1, Elva 1 og Kristín 1.

Úrslitaleikurinn fer síðan fram á morgun á sama stað kl. 13:00 og þá verða mótherjarnir Stjarnan sem sigraði Gróttu fyrr í dag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0