fbpx
Ásta gegn Fylki vefur

Öruggur 6 marka sigur á ÍBV í deildarbikarnum í dag

Meistaraflokkur kvenna lék í dag við ÍBV í undanúrslitum í Flugfélags Íslands bikarnum /deildarbikarnum.  Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í  Hafnarfirði.
Leikurinn var jafn fram eftir öllum fyrri hálfleik. Eftir um það bil 20 mínútur var staðan 10 – 10.  Síðustu mínúturnar náði Fram nokkrum hraðaupphlaupum og í kjölfarið smá forskoti og var staðan 19 – 15 í hálfleik.
Þetta forskot náði ÍBV aldrei að vinna upp í seinni hálfleik og landaði Fram nokkuð þægilegum sigri að lokum 34 – 28.
Flottur leikur á köflum og sóknarleikurinn gekk oft vel upp. Vörnin hefði hins vegar mátt vera betri á köflum.

Nadia var í markinu allan tímann og stóð sig vel og varði alls 16 skot.
Allir 12 útileikmenn Fram skoruðu í leiknum og skiptist markaskorun þannig:  Ásta Birna 6, Hulda 6, Elísabet 5, Hekla 4, Ragnheiður 3, Steinunn 3, Guðrún Þóra 2, Marthe 1, Sigurbjörg 1, María 1, Elva 1 og Kristín 1.

Úrslitaleikurinn fer síðan fram á morgun á sama stað kl. 13:00 og þá verða mótherjarnir Stjarnan sem sigraði Gróttu fyrr í dag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!