fbpx
Sigurbjörg og Ásta vefur

FRAM Deildarbikarmeistari 2014

Deildarmeistararsibba og astaMeistaraflokkur kvenna lék í dag til úrslita í deildarbikar HSÍ / Flugfélags Íslands bikarnum.  Móthejarnir í dag var Stjarnan sem sigraði Gróttu í gær.

Leikurinn byrjaði ekki alveg nógu vel.  Stjarnan komst yfir 1 – 3.  Fram náði samt vopnum sínum fljótlega og komst yfir 7 – 3 og síðan 9 – 6.  Fram jók síðan muninn fyrir hálfleik en þá var staðan 14 – 9.

Fram hélt þessari forystu fram í miðjan seinni hálfleikinn án þess að Stjarnan næði að minnka muninn svo neinu næmi.  Eftir það jók Fram muninn og hann varð mestur 6 og 7 mörk.  Stjarnan skoraði síðan tvö síðustu mörk leiksins sem lauk með nokkuð öruggum sigri Fram 25 – 20.

Byrjum á vörninni.  Hún var mjög góð í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik og náði að loka á löngum köflum á skyttur Stjörnunnar.  Í heild var vörnin mikið betri en í leiknum í gær.

Sóknin gekk einnig alveg ágætlega lengstum.  Ásta Birna átti frábæran leik, skoraði 7 mörk ásamt því að eiga fjölda stoðsendina á Elísabetu sem einnig átti mjög góðan leik.  Hulda Dags var einnig að spila vel í sókninni og hefur spilað mjög vel í þessum tveimur leikjum.

Þessi sigur var þó fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar þar sem menn börðust allan leikinn um hvern einasta bolta og voru til staðar hver fyrir annan allan leikinn bæði í vörn og sókn.

Mjög flottur leikur og gefur góð fyrirheit um framhaldið.

Ásta Birna var síðan valin leikmaður leiksins í leikslok.

Nadia var í markinu nánast allann tímann og varði 15 skot.  Hafdís Lilja kom inná í lokin og varði 1 skot ásamt því að 1 víti Stjrnunnar fór forgörðum þegar hún kom inná fyrr í leiknum.

Mörk Fram:     Ásta Birna 7, Elísabet 7, Sigurbjörg 4, Steinunn 3, Hulda 3 og Hekla 1.

Eins og fyrr segir.  MJÖG GÓÐUR SIGUR

Stelpurnar vilja sérstaklega þakka þeim fjölmörgu sem mættu á leikina um helgina og studdu við bakið á þeim.
TAKK FYRIR OKKUR

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!