fbpx
Íþróttamaður FRAM 2014 II

Sigurbjörg Jóhannsdóttir Íþróttamaður FRAM 2014

Íþróttamaður FRAM 2014.Sigurbjörg Jóhannsdóttir er Íþróttamaður FRAM 2014.
Sigurbjörg er 27 ára gömul, er uppalin hjá félaginu og hefur lengi verið burðarás í sínu liði.   Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki haustið 2003 og hefur nú leikið um 320 meistaraflokksleiki.  Þá hefur hún leikið 39 A landsleiki.  Sigurbjörg hefur ásamt liðsfélögum unnið alla þá titla sem í boði eru hérlendis ferlinum og kom sá nýjasti í hús á sunnudaginn þegar meistaraflokkur kvenna vann deildarbikar HSÍ. Sigurbjörg er mjög traustur liðsmaður, öflugur leiðtogi og frábær fyrirmynd í alla staði.  Þá hefur hún þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár með frábærum árangri.  Síðasta tímabil var mjög  gott hjá Sigurbjörgu og fer hún feykilega vel af stað á yfirstandandi tímabili og var nýverið valin best í Olísdeild kvenna í fyrri hluta mótsins.

Til hamingju Sigurbjörg Jóhannsdóttir

ÁFRAM FRAM

P.s Myndir úr hófinu  í dag er hægt að sjá á http://frammyndir.123.is/photoalbums/267729/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email