Sigurbjörg Jóhannsdóttir er Íþróttamaður FRAM 2014.
Sigurbjörg er 27 ára gömul, er uppalin hjá félaginu og hefur lengi verið burðarás í sínu liði. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki haustið 2003 og hefur nú leikið um 320 meistaraflokksleiki. Þá hefur hún leikið 39 A landsleiki. Sigurbjörg hefur ásamt liðsfélögum unnið alla þá titla sem í boði eru hérlendis ferlinum og kom sá nýjasti í hús á sunnudaginn þegar meistaraflokkur kvenna vann deildarbikar HSÍ. Sigurbjörg er mjög traustur liðsmaður, öflugur leiðtogi og frábær fyrirmynd í alla staði. Þá hefur hún þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár með frábærum árangri. Síðasta tímabil var mjög gott hjá Sigurbjörgu og fer hún feykilega vel af stað á yfirstandandi tímabili og var nýverið valin best í Olísdeild kvenna í fyrri hluta mótsins.
Til hamingju Sigurbjörg Jóhannsdóttir
ÁFRAM FRAM
P.s Myndir úr hófinu í dag er hægt að sjá á http://frammyndir.123.is/photoalbums/267729/