Handboltakrakkar úr Fram ætla að standa fyrir jólatrjáasasöfnun gegn 1.000,- kr. greiðslu laugardaginn 10. janúar 2015 í Grafarholti, Úlfarsárdal og Háaleitishverfi.
Þessir hressu handboltakrakkar eru að safna fyrir keppnisferðum í vetur.
Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir þau og vonast þau eftir góðum viðtökum. Einnig munu þau safna dósum og flöskum í leiðinni þannig að hérna gefst fólki gott tækifæri til að losa sig við trén gegn vægu gjaldi og um leið að styrkja og styðja við bakið á rúmlega hundrað krökkum til að stunda íþrótt sína af kappi og gera þeim það kleift fjárhagslega.
Hægt er að senda beiðni á handbolti@fram.is eða í síma 863-1283 þar sem óskað er eftir því að jólatréð sé sótt á ákveðið heimilisfang og er óskað eftir að fólk hafi greiðslu til reiðu þegar krakkarnir koma að sækja jólatréð.
Með kveðju,
Hressir Fram krakkar.