fbpx
5 kk

HM námskeið í handbolta

Lúlli í leikHandknattleiksdeild Fram býður upp á skemmtilegt námskeið í Handbolta í tilefni HM 2015 í Qatar.
Námskeiðið er miðað að iðkendum fæddum 1996 – 2002.

Áhersluþættir námskeiðsins verða tækniæfingar ásamt grunnatriðum góðs sóknar- og varnarleiks. Farið verður yfir hröð upphlaup og hlaupaleiðir ásamt spili, styrktaræfingum og teygjum.
Námskeiðið er í umsjón Haraldar Þorvarðarsonar yfirþjálfara og leikmanna meistaraflokka FRAM.
Verð pr. iðkanda er aðeins 7.000 kr, systkinaafsláttur er í boði.
Skráning fer fram í Nóra  https://fram.felog.is/

Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:

Fimmtudagur 22.jan
kl 16:30 – 17:30 Æfing
kl 17:30 – 18:00 Hlé
kl 18:00 – 19:30 Horft saman á Ísland – Tékkland

Föstudagur 23.jan
kl 06:30 – 07:45 Æfing

Laugardagur 24.jan
kl 08:30 – 10:00 Æfing
kl 18:30 – 20:00 Æfing

Sunnudagur 25.jan
kl 10:00 – 12:00 Æfing
kl 16:00 – 18:00 Æfing
Pizza að æfingu lokinni

Handbolti er skemmtilegur

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!