Strákarnir okkar í fótboltanum léku sinn fyrsta mótsleik á keppnisárinu 2015 í Egilshöll í gær kvöldi. Leikið var gegn Fjölni og var þetta eins og áður sagði fyrsti leikur liðsins á Reykjavíkumótinu. Liðið sem mætti til leiks í gær var töluvert breytt frá því í sumar en minna breytt en margir halda og ekki í samræmi við þá umræðu sem hefur verið um liðið í vetur.
FRAM á töluvert af ungum og efnilegum strákum ásamt því að leikmenn eins og Tryggvi, Hafþór Mar, Einar Bjarni, Einar Már og Alexander voru í liðinu en þeir léku allir fyrir FRAM á síðasta keppnistímabili. Sigmar Ingi lék sinn fyrsta leik fyrir FRAM í markinu og Magnús Már lék einnig sinn fyrsta leik fyrir FRAM. Sigurður Friðriksson, Sigurð Þráinn, Jökull og Stefán Birgir voru allir í byrjunarliði FRAM í gær en það eru allt ungir strákar sem eiga eftir að gera fína hluti á næstu árum. Bekkurinn var síðan fullur af ungum uppöldum strákum sem hugrar í það að fá að leika fyrir FRAM og það var gaman að sjá þá alla koma inn á í leiknum í gær. Greininlegt að Kristinn ætlar að skoða vel hvað þeir hafa upp á að bjóða áður en lengra er haldið.
Leikurinn var eins og við var að búast fyrsti leikur ársins og ljóst að margt þarf að laga en við fengum á okkur mark strax á 7 mín. en eftir það var leikurinn í ágætu jafnvægi og við síst verri aðilinn á vellinum. Á 45 mín misstum við mann af velli en þá fékk Sigurður Þráinn rautt spjald fyrir litlar sakir. Staðan í hálfleik 0-1. Síðari hálfleikuri var því nokkuð erfiður fyrir okkar menn en við náðum að verjast vel en á 80 mín. settu Fjölnismenn á okkur mark og lokatölur í gær 0-2 tap. Það þarf ekkert að örvænta eftir þennan leik ljóst að leikmenn FRAM eru á ágætu róli en við þurfum að vinna vel og þá verður niðurstaðan alltaf góð.
ÁFRAM FRAM