fbpx
FRAM - ÍR

FRAM stúlkur léku á Reykjavíkurmótinu í dag.

Höttur3Stelpurnar okkar í fótboltanum hófu leik á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í dag þegar þær mættu Val. Leikið var í Egilshöll en auk FRAM og Vals leika  KR og Víkingi/HK með okkur í riðli.
Leikurinn í dag var eins og við var að búast, við áttu aðeins á brattan að sækja en andstæðingarnir eiga leikmenn sem reyndust okkur erfiðir.  Elín Metta setti á okkur tvo mörk í fyrri hálfleiknum og staðan í hálfleik 2-0.
Síðari hálfleikur var bara ansi góður af okkar hálfu og ljóst að við ætlum ekki að gefa neitt í komandi leikjum.  Lokatölur í dag tap 3-0.  Leikurinn í heild alveg þokkalegur og við eigum eftir að stríða þessum liðum í næstu leikjum.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0