fbpx
Ragnheiður  Fylkir vefur

Góður FRAM sigur á Selfossi

nadiaÍ dag héldu Framstúlkur austur yfir Hellisheiði til að etja kappi við lið Selfoss í OLÍS deild kvenna.

Það mátti búast við erfiðum leik en það hefur verið raunin undanfarina ár þegar Fram hefur leikið á Selfossi.  Það varð einnig rauninn í dag.  Fram skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en eftir um sjö mínútur og eftir tíu mínútna leik var staðan orðin 4 – 1 fyrir heimastúlkur.  Þá var eins og Fram stúlkur vöknuðu og skoruðu 6 mörk á móti 2 mörkum Selfoss og náðu því forystu 7 – 6.  Hálfleikstölur voru síðan 9 – 9.

Fram byrjaði síðan betur í seinni hálfleik, náði fljótlega þriggja marka forystu, sem hélst til leiksloka nokkuð óbreytt.  Frekar að Fram næði að auka við forystuna öðru hvoru heldur en að Selfoss næði að minnka muninn.
Lokatölur urðu síðan 23 – 19 fyrir Fram.

Sóknarleikurinn hefur oft verið betri en í dag og einnig vorum við að klikka í dauðafærum.  Varnarleikurinn var hins vegar lengst af alveg þokkalegur.  Markvarslan bærileg en ekki meira en það.

Í heildina góður sigur á erfiðum útivelli.  Enn og aftur var það liðsheildin og baráttan sem skilaði tveimur stigum í hús.

Nadia varði 9 skot í markinu og Hafdís Lilja 1.

Mörk Fram skoruðu.  Ragnheiður 6, Sigurbjörg 4, Ásta Birna 3, Elísabet 3, Hulda 3, Hekla 2 og Steinunn 2.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!