fbpx
Stefán Birgir vefur

Tap gegn KR á Reykjavíkurmótinu

Góð Sigmar IIVið FRAMarar lékum í kvöld annan leik okkar á Reykjavíkurmótinu en leikið var gegn KR í Egilshöll. Eins og við mátti búast þá áttum við á brattan að sækja í þessum leik. Leikurinn byrjaði samt ágætlega, jafnræði með liðunum fyrstu 15 mín leiksins en þá fengum við á okkur mark eftir góða sókn andstæðinganna.  Eftir markið misstum við aðeins tökin á leiknum, náðum ekki að halda boltanum og sköpuðum engin tækifæri.  Þegar 30 mín voru búnar var eins og við næðum aftur áttum, fengum nokkur ágæt tækifæri það sem eftir lifði hálfleiksins og lið allt að braggast.  Staðan í hálfleik 1-0.
FRAM gerði tvær breytingar í hálfleiknum Daði og Rúrik fóru af velli en inn komu tveir ungir og flottir  FRAMarar  þeir Andri Þór Sóbergsson og Alex Freyr Elísson.
Síðari hálfleikur byrjaði svo rólega en við FRAMara urðum að gera aðra breytingu strax á 53 mín en þá varð Einar Már að fara af velli og inn kom enn einn leikmaðurinn úr smiðju okkar FRAMarar Halldór Jón S. Þórðarsson. Gaman að sjá þessa drengi fá tækifæri og vonandi ná þeir að festa sig í sessi með tíð og tíma. Það gerðist sem sagt ekki mikið fyrstu 15 mín seinni hálfleiksins en það var svo á 70 mín að við fengum á okkur mark eftir aukaspyrnu og staðan orðin 2-0.  Á 74 mín dróg svo til tíðinda þegar við misstum Hafþór Mar af velli með sitt annað gula spjald á mjög stuttum tíma, ekki gáfulegt hjá drengnum en allir okkar leikmenn að leggja sig fram.  Síðustu 15 mín leiksins fóru svo í að halda sjó enda erfitt annað en að færa sig aftar á völlinn og berjast.  Lokatölur í Egilshöll 2-0.

Byrjunarlið FRAM í dag.
Bjarki Pétursson (m), Sigurður Kristján Friðriksson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Daði Guðmundsson, Alexander Már Þorláksson, Einar Már Þórisson, Arnór Daði Aðalsteinsson, Magnús Már Lúðvíksson, Stefán Birgir Jóhannesson, Rúrik Andri Þorfinnsson.

Næsti leikur er gegn Fylki á fimmtudag sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!