Í gær hófst HM námskeið FRAM í Handbolta í tilefni HM 2015 í Qatar. Þó að leikurinn í gær hafi farið langt með að drepa allan áhuga landsmanna á handbolta þá létu krakkarnir það ekkert á sig fá því þau mættu galvösk á æfingu upp úr kl. 06:00 í morgun. Gríðarlega vel mætt á þetta námskeið en vel yfir 40 FRAMarar eru skráðir á námskeiðið sem fer fram í íþróttahúsi FRAM Safamýri. Krakkarnir ætla að taka 6 æfingar um helgina, horfa saman á handbolta, borða saman og færðast meira um handbolta. Áhersluþættir námskeiðsins eru tækniæfingar ásamt grunnatriðum góðs sóknar- og varnarleiks. Farið verður yfir hröð upphlaup og hlaupaleiðir ásamt spili, styrktaræfingum og teygjum.
Námskeiðið er í umsjón Haraldar Þorvarðarsonar yfirþjálfara og leikmanna meistaraflokka FRAM.
Flott framtak og frábæriri krakkar sem við eigum í FRAM.
Gangi ykkur vel
ÁFRAM FRAM