fbpx
Hópurinn vefur

Mikil þátttaka á HM námskeiði FRAM í handbolta

GóðÍ gær hófst HM námskeið FRAM  í Handbolta í tilefni HM 2015 í Qatar. Þó að leikurinn í gær hafi farið langt með að drepa allan áhuga landsmanna á handbolta þá létu krakkarnir það ekkert á sig fá því þau mættu galvösk á æfingu upp úr kl. 06:00 í morgun.  Gríðarlega vel mætt á þetta námskeið en vel yfir 40 FRAMarar eru skráðir á námskeiðið sem fer fram í íþróttahúsi FRAM Safamýri.  Krakkarnir ætla að taka 6 æfingar um helgina, horfa saman á handbolta, borða saman og færðast meira um handbolta.  Áhersluþættir námskeiðsins eru tækniæfingar ásamt grunnatriðum góðs sóknar- og varnarleiks. Farið verður yfir hröð upphlaup og hlaupaleiðir ásamt spili, styrktaræfingum og teygjum.
Námskeiðið er í umsjón Haraldar Þorvarðarsonar yfirþjálfara og leikmanna meistaraflokka FRAM.
Flott framtak og frábæriri krakkar sem við eigum í FRAM.
Gangi ykkur vel

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!