Norðanstúlkur úr KA/Þór brugðu sér suður yfir heiðar í gær og léku við lið FRAM í Olís deildinni.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. FRAM náði smá forystu sem KA/Þór jafnaði jafnóðum og var staðan jöfn allt til hálfleiks en þá leiddi FRAM með einu marki 15 – 14.
Í upphafi seinni hálfleiks náði FRAM aðeins að slíta KA/Þór frá sér og náði fljótlega þriggja marka forystu, sem jókst síðan eftir því sem á leikinn leið. Um miðjan hálfleikin var FRAM komin með fimm til sex marka forustu sem ekki var látin af hendi og í lokinn varð þetta nokkurð öruggur sigur FRAM 35 – 29.Varnarleikurinn hefur oft verið betri en í þessum leik en hann slapp þó fyrir horn.Sóknin rúllaði vel lengst af. Einnig voru hraðaupphlaupin nýtt vel og skoraði FRAM 12 mörk úr hraðaupphlauum eða hraðri miðju.
Eins og oft áður þá vannst leikurinn á liðsheildinni og mikilli baráttu sem skilaði í lokinn öruggum sigri.
Nadia var í markinu langst af leiksins og varði 10 skot. Hafdís Lilja fékk að eins að spreyta sig í seinni hálfleik og varði 1 skot.
Mörk FRAM skoruðu: Ragnheiður 8, Elísabet 7, Ásta Birna 6, Hekla Rún 3, Sigurbjörg 3, Guðrún Þóra 2, Elva Þóra 2, Steinunn 2, Marthe 1 og Hulda 1.
Næsti leikur er strax á þriðjudaginn 27. janúar kl. 19:30 þegar Valsstúlkur koma í heimsókn í Safamýrina.
ÁFRAM FRAM