Við ætlum að efla félagsandann og taka upp því að bjóða upp á „súpuhádegi“ síðasta föstudag hvers mánaðar.
Boðið verður upp á súpu og brauð.
Ekki er ætlunin að hafa þetta formlegt heldur kjörin vettvangur fyrir okkur Framara til að hittast yfir súpuskál og ræða saman.
Verðinu verður stillt í algjört hóf eða eingöngu á kostnaðarverði.
Fyrsti í súpuröðinni verður föstudaginn 30.janúar kl. 12.00-13.30 í hátíðarsal okkar í Safamýri.
Heiðursgestur og frumstofnandi að súpuhádeginu verður Hörður „ Castró“ Einarsson.
Kveðja Knattspyrnufélagið FRAM