fbpx
Hulda gegn Stjörnunni vefur

Tap á heimavelli í olísdeildinni

martaStelpurnar okkar í handboltanum fengu nágranna okkar úr Val í heimsókn í Safamýrina í kvöld.  Það var frekar dræm mæting á leikinn og þeir sem mættu í kvöld fengu því miður lítið fyrir aurinn.  Leikurinn var illa leikinn af okkar hálfu og fátt sem gladdi okkar stuðningsmenn.
Fyrri hálfleikur byrjaði þokkalega og liðin skiptust á að skora, jafnt á öllum tölum að mig minnir upp 8-8, þá náður Valsstúlkur smá forskoti sem þær héldu út hálfleikinn, staðan í hálfleik 13-14.  Fyrri hálfleikur var illa leikinn af okkar hálfu og því ekkert því til fyrirstöðu að gera bara pínu betur og vinna þennan leik.  Það var því miður ekki raunin, FRAMliðið hélt áfram að spila mjög illa bæði í vörn og sókn. Seinni hálfleikur var samt jafn fyrstu 10 mín eða svo og staðan eftir 40 mín 15-15.  En eins og svo oft þegar lið leikur illa þá kom að því að andstæðingurinn nýtti sér aðstæður og Valssstúlkur náðu að byggja upp forskot sem þær létu aldrei af hendi.  Lokatölur í kvöld 23-26.
Leikur FRAMliðsins í kvöld var hreinlega slakur á öllum sviðum. Varnarleikurinn var hægur og enginn kraftur í honum, leikmenn voru algjörleg á hælunm, hver og einn virtist leggja mikla áherslu á að passa sinn leikmann og þar af leiðandi fengum við á okkur mörk út um allt.  Það var enginn að forna sér fyrir liðið í kvöld.  Ég held að það sé rétt hjá mér að Kristín hafi gert 15 mörk í leiknum í kvöld.  Markvarslan var í sama gæðaflokki og varmarleikurinn, Nadía var alveg á hælunum og náði ekki að verja neitt að ráði nema það sem kom beint á hana, hún hresstist samt aðeins í síðar hálfleik. Er samt að fá á sig alltof mikið að mörkum sem mér finnst hún eigi að klára.  Sóknarleikur liðsins einkenndist í kvöld að fáti og fumi.  Allar aðgerðir hægar, tímasetnigar rangar, sendingar á milli manna slakar og illa tímasettar.   Það var hreinlega pínlegt að horfa á þetta á köflum og ótrúlegt að horfa á suma leikmenn.  Það hreinlega lak af þeim fílan.  Óásættanlegt.
Það vantaði alla gleði og baráttu  í okkar lið og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Leikurinn í kvöld er kannski framhald af leikjum liðsins það sem af er ári, liði hefur ekki náð sér á strik, eins og sumir leikmenn séu hreinlega saddir  eftir góðan árangur á síðasta ári.
Nú þurfa leikmenn að setjast aðeins niður og hugsa sinn gang hver og einn ef ekki á illa að fara.
Næsti leikur er í Eyjum á laugardag og það fer illa ef við mætum þangað með hangandi hendi.
Upp með hausinn stelpur, þið eruð miklu betri en það sem þið sýnduð okkur í kvöld en það verður að sýna það.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!