fbpx
Góð Sigmar vefur

Jafntefli gegn Fylki í kvöld

Alexander Már ÞorlákssonVið FRAMarar lékum í kvöld okkar síðasta leik á Reykjavíkurmótinu þetta árið.  Leikið var samkvæmt venju í Egilshöll og nú gegn Fylki. Við telfdum fram frekar ungu liði í kvöld en aftast lína liðsins var þó hokin reynslu að mestu.
Við áttum undir högg að sækja í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að skapa mikið af færum.  Stefán Birgir átti reyndar mjög gott skot sem small í marksúlunni en inn vildi boltinn ekki.  Fylkismenn náðu hinsvegar að setja á okkur mark í fyrri hálfleiknum og því var staðan í hálfleik 0-1.  Sennilega sanngjarnt miðað við gang mála í leiknum.
Síðari hálfleikur byrjaði mjög svipað,  við áttum aðeins á brattan að sækja og það lá heldur á okkur án þess þó að Fylkismenn fengju einhver teljandi tækifæri. Við náðum svo betri tökum á leiknum þegar á leið og þegar upp er staðið voru við sennilega betri aðilinn í síðari hálfleiknum.  Það kom því ekki á óvart að við næðum að jafna leikinn á 32 mín en markið kom úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Alexander Má.  Alexander tók vítið sjálfur og skoraði af öryggi.  Við hefðum svo getað sett annað mark skömmu síðar þegar Sigurður Þráinn komst inn fyrri vörn Fylkis en setti boltann í innanverða stöngina en inn vildi hann ekki og niðurstaðan í kvöld jafntefli 1-1.  Sennilega sanngjörn úrslit þegar upp er staðið.  FRAMliðið var að spila ágætlega á köflum og þegar leið á, lékum við bara vel. Góð vinnsla í liðinu og allir að reyna að spila fótbolta.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!