fbpx
Sigur gegn Stjörnunni vefur

Flottur FRAM sigur í Eyjum í dag.

nadiabordonStelpurnar okkar í meistaraflokki  kvenna fóru í dag til Vestmannaeyja og lék við ÍBV í Olís-deildinni.
Það er skemmst frá því að segja að FRAM stúlkur unnu  nokkuð örugglega 26 – 18. Eftir því sem Stefán þjálfari sagði eftir leik í stuttu samtali, þá var þetta finn leikur.  Fram spilaði fína vörn og Nadia varði vel í markinu.
Sóknin gekk lika vel sem skilaði sér  í mörkum  allsstaðar af vellinum. Mjög góður sigur liðsheildarinnar á einum erfiðasta útivelli á landsins. Greinilegt að liðið hefur svarað kalli þjálfarans og okkar allra, enda vitum við hvað þetta lið getur á góðum degi.  Vel gert FRAM kisur.Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 9, Vera Lopes 4, Drífa Þorvaldsdóttir 2, Telma Silva Amado, Díana Dögg Magnúsdóttir og Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Marthe Sördal 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 2 og Hekla Rún Ámundadóttir 1.

Næsti leikur er á laugardag gegn HK. Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email