fbpx
Sigur gegn Stjörnunni vefur

Flottur FRAM sigur í Eyjum í dag.

nadiabordonStelpurnar okkar í meistaraflokki  kvenna fóru í dag til Vestmannaeyja og lék við ÍBV í Olís-deildinni.
Það er skemmst frá því að segja að FRAM stúlkur unnu  nokkuð örugglega 26 – 18. Eftir því sem Stefán þjálfari sagði eftir leik í stuttu samtali, þá var þetta finn leikur.  Fram spilaði fína vörn og Nadia varði vel í markinu.
Sóknin gekk lika vel sem skilaði sér  í mörkum  allsstaðar af vellinum. Mjög góður sigur liðsheildarinnar á einum erfiðasta útivelli á landsins. Greinilegt að liðið hefur svarað kalli þjálfarans og okkar allra, enda vitum við hvað þetta lið getur á góðum degi.  Vel gert FRAM kisur.Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 9, Vera Lopes 4, Drífa Þorvaldsdóttir 2, Telma Silva Amado, Díana Dögg Magnúsdóttir og Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Marthe Sördal 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 2 og Hekla Rún Ámundadóttir 1.

Næsti leikur er á laugardag gegn HK. Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!