Stelpurnar okkar í mfl. kvenna fótbolta léku sinn annan leik á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gær. Samkvæmt venju var leikið í Egilshöll og í gær voru mótherjar okkar HK/Víkingur.
Leikurinn í gær var jafn og spennandi allan tímann enda eru þetta lið sem eru mjög svipuð að getu og enduðu í efstu sætum í sínum riðlum á Íslandsmótinu síðastliðið sumar.
Fyrri hálfleikur var jafn og bæði liðin fengu færi en aðeins eitt mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleik en það var á markamínútunni þeirri 43 að HK/Víkingar náðu að setja á okkur mark. Staðan í hálfleik 0-1.
Síðari hálfleikur spilaðist eins og sá fyrri, við hefðum átt að setja mark eða mörk en allt kom fyrir ekki, ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan 0-1 tap.
Stelpurnar okkar eru á réttu róli en við eigum eftir að endurheimta eitthvað af leikmönnum fyrir sumarið. Það verður því spennandi að fylgjast með stelpunum á næstu mánuðum.
ÁFRAM FRAM