fbpx
Vefur Mark

Naumt tap á Reykjavíkurmótinu í gær

Höttur3Stelpurnar okkar í mfl. kvenna fótbolta léku sinn annan leik á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gær. Samkvæmt venju var leikið í Egilshöll og í gær voru mótherjar okkar HK/Víkingur.
Leikurinn í gær var jafn og spennandi allan tímann enda eru þetta lið sem eru mjög svipuð að getu og enduðu í efstu sætum í sínum riðlum á Íslandsmótinu síðastliðið sumar.
Fyrri hálfleikur var jafn og bæði liðin fengu færi en aðeins eitt mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleik en það var á markamínútunni þeirri 43 að HK/Víkingar náðu að setja á okkur mark.  Staðan í hálfleik 0-1.
Síðari hálfleikur spilaðist eins og sá fyrri, við hefðum átt að setja mark eða mörk en allt kom fyrir ekki, ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan 0-1 tap.
Stelpurnar okkar eru á réttu róli en við eigum eftir að endurheimta eitthvað af leikmönnum fyrir sumarið.  Það verður því spennandi að fylgjast með stelpunum á næstu mánuðum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0