fbpx
Siggi Þorsteins FH vefur

Skelfilegt tap að Hlíðarenda

KristóferStrákarnir okkar hófu leik á Íslandsmótinu í handbolta í kvöld þegar þeir mættu grönnum okkar að Hlíðarenda.  Það er naumlega hægt að segja að við höfum mætt til leiks í kvöld, þannig var allavega mín upplifun að þessum leik.
Við byrjuðum leikinn frekar illa en okkur til lukku voru  andstæðingarnir lítið betir í fyrstu.  Lítið skorað og bæði lið að gera urmul af tæknifeilum, staðan eftir 10 mín 4-1 og eftir 15 mín 7-2.  Það gekk hreinlega ekkert upp hjá okkar mönnum, vörnin var ekki að standa vel og sóknarleikurinn gekk ekkert.  Það var óvenjulegt að fylgjast með drengjunum í kvöld því það vantaði algjörlega allt hungur í leikmenn.  Staðan í hálfleik 15-7.
Síðari hálfleikur byrjaði jafn illa og sá fyrri, sóknarleikurinn gekk ekkert, mikið af tæknifeilum og varnarleikurinn slakur.  Staðan eftir 40 mín 22-10.   Það er eiginlega fátt hægt að segja um restina af leiknum svo slakur var hann af okkar hálfu, erfitt að finna eitthvað jákvætt um hann að setja.  Leikmenn virtust algjörlega vera búnir að missa trúna á verkefninu sem er ólíkt okkar drengjum.   Lokatölur í kvöld 34 -17.
Sigurður Þorsteinsson reyndi eins og hann gat, gerði 5 mörk en gat auðvitað ekki haldið þetta út einn.  Aðrir leikmenn voru ólíkir sjálfum sér og skiluðu ekki góðu verki. Að tapa með 17 mörku getur ekki verið ásættanlegt og ljóst að allir þurfa að fara yfir sinn leik og mæta mun hressari í næsta leik sem verður á heimavelli   gegn ÍBV eftir rúma viku. Sjáumst þá, Hressir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!