fbpx
Hulda og stefan vefur

Hulda Dagsdóttir gerir nýjan samning við FRAM

Hulda og stefanHandknattleiksdeild FRAM hefur gengið frá nýjum samningi við Huldu Dagsdóttur.
Samningurinn er til tveggja ára og gildir fram á vor 2017.  Handknattleiksdeild FRAM hefur því tryggt sér krafta þessa unga og efnilega leikmanns sem leikur í stöðu skyttu og leikstjórnanda.
Hulda er einungis 17 ára og hefur átt fast sæti í meistaraflokki kvenna í vetur og hefur hlutverk hennar í liðinu farið vaxandi eftir því sem á veturinn hefur liðið.  Hún er einnig ein af burðarásum 3. flokks kvenna hjá félaginu.
Hulda hefur átt fast sæti í yngri landsliðum HSÍ undanfarin ár og var nýlega valinn í æfingahóp  U–19 landsliðs HSÍ vegna undankeppni EM sem fram fer í apríl n.k. Hulda hefur verið með í öllum 15 leikjum meistaraflokks kvenna í OLÍS deildinni í vetur og skorað í þeim 20 mörk.

 Þessi samningur er mikið fagnaðarefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!