Handknattleiksdeild FRAM hefur gengið frá nýjum samningi við Huldu Dagsdóttur.
Samningurinn er til tveggja ára og gildir fram á vor 2017. Handknattleiksdeild FRAM hefur því tryggt sér krafta þessa unga og efnilega leikmanns sem leikur í stöðu skyttu og leikstjórnanda.
Hulda er einungis 17 ára og hefur átt fast sæti í meistaraflokki kvenna í vetur og hefur hlutverk hennar í liðinu farið vaxandi eftir því sem á veturinn hefur liðið. Hún er einnig ein af burðarásum 3. flokks kvenna hjá félaginu.
Hulda hefur átt fast sæti í yngri landsliðum HSÍ undanfarin ár og var nýlega valinn í æfingahóp U–19 landsliðs HSÍ vegna undankeppni EM sem fram fer í apríl n.k. Hulda hefur verið með í öllum 15 leikjum meistaraflokks kvenna í OLÍS deildinni í vetur og skorað í þeim 20 mörk.
Þessi samningur er mikið fagnaðarefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM.