fbpx
Íþróttamaður FRAM 2014 II

Fjóla og Sigurbjörg með slitin krossbönd

Sigurbjörg LiðsmyndFjóla liðsmyndKarólína liðsmyndarnar2Tveir leikmenn FRAM urðu fyrri því óláni að meiðast illa um helgina. Á laugardag meiddist Sigurbjörg Jóhannsdóttir  fyrirliði okkar í mfl. kvenna í leik gegn vestamannaeyjum en leikið var í Eyjum. Það var svo á sunnudag að Fjóla Sigurðardóttir leikmaður mfl.kvenna í fótbolta meiddist í leik gegn HK/Víking en leikið var í Egilshöll.  Það hefur nú komið í ljós að bæði Fjóla og Sigurbjörn eru með slitin krossbönd og því ljóst að þær leika ekki fleiri leiki fyrir okkara FRAMara á þessu ári.  Við FRAMarar eigum núna 4 leikmenn sem eru í þeim sporum að hafa slitið krossbönd frá því haust en auk Fjólu og Sigurbjargar þá sleit Karólína Torfadóttir leikmaður mfl.kvenna í handbolta krossbönd í haust og  Arnar Freyr Arnarsson leikmaður mfl.ka í handbolta fór sömu leið í vetur.
Það að slíta krossbönd eru erfið meiðsl og það tekur langan tíma og mikla vinnu að koma sér aftur í leikhæft ástand.  Það er því mikilvægt að við öll sýnum þessum leikmönnum mikinn stuðning og séum óspör á að hvetja þau áfram í þeirri miklu vinnu sem endurhæfing er eftir svona áfall.  Það þarf nefnilega þrautseigju, aga og dugnað til vinna sig út úr meiðslum sem þessum.  Það hefur  sýnt sig að þeir sem vinna vel í sínum málum geta auðveldlega komið til baka og eru þá oft sterkari en áður.
Við FRAMarar sendum ykkur öllum baráttu og bata kveðju og vonumst til að sjá ykkur öll á vellinum sem fyrst.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!