fbpx
Hulda gegn Stjörnunni vefur

Flottur FRAM sigur á HK í dag

martaStelpurnar okkar í mfl. kvenna  fengu HK stúlkur í heimsókn í Safamýrina í dag. Það var kannski skjálfti í einhverjum því ekki víst hvaða áhrif það myndi hafa á liðið að leika án Sigurbjargar sem sleit krossband í leik á móti ÍBV um daginn. En þær áhyggjur voru óþarfar í dag.
Leikurinn var jafnt fram að miðjum fyrri hálfleik, liðin skoruðu lítið en í stöðunni 5-5  tókum við öll völd á vellinum og má segja að við höfum aldrei litið tilbaka eftir það, staðan í hálfleik 11-5.
Síðari hálfleikur var svo hreinlega formsatriði en við hreinlega völtuðum yfir HK í síðari hálfleik og lokatölur í dag 29-16. Marthe átti stórleik og setti níu mörk ásamt því að Hulda sem nú fær enn stærra hlutverk eftir að Sigurbjörg fór veikindarleyfi setti 6. Vel gert stelpur.
Nú fara stelpurnar til Serbíu á fimmtudag en þar bíða tveir hörkuleikir á laugardag og sunnudag. Meira um það síðar.
Mörk Fram: Marthe Sördal 9, Hulda Dagsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Hekla Ámundardóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Guðrún Hálfdánsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!